Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er fjallað um traust á stjórnmálum. Sett var á laggirnar prýðileg nefnd sem skilaði af sér verki í liðinni viku og áfram höldum við.

Í gærmorgun ræddust við í morgunútvarpi Rásar eitt þingmenn tveggja flokka, þær Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, VG. Þær ræddu meðal annars traust á stjórnmálum og þar vatt Bjarkey sér að fjölmiðlum. Sagði hún fjölmiðla eiga sinn þátt í að rýra traust almennings á stjórnmálum og að sér þætti það miður. Sagði hún orðrétt „við þekkjum það í störfum þingsins, þá eru kamerurnar komnar, þá skiptir máli að einhver sé með söluvænlega setningu til að komast í fjölmiðlana“. Því næst sagði hún „fjölmiðlar eru ekki endilega að velta fyrir sér innihaldi þess sem sagt er, heldur; þetta selur, þetta er sniðugt, þetta klikkar á vefinn“. Þáttastjórnendur bentu réttilega á að þingmenn væru með orðið og fjölmiðlanna væri að endurvarpa því til almennings en ekki

...

Höfundur: Helga Vala Helgadóttir