Eftir Ólaf Ísleifsson: „Nauðsynlegt er að lögfesta úrræði sem tryggi eigendum fasteigna í greiðsluvanda nýja lausn.“
Ólafur Ísleifsson
Ólafur Ísleifsson

Tíu árum frá hruni liggur æ ljósar fyrir hve hart hefur verið gengið að heimilum landsmanna eftir áfallið sem þjóðin varð fyrir. Tíu þúsund fjölskyldur hafa verið reknar út á götu. Foreldrar með börn hrakin af heimilum sínum tugþúsundum saman, rétt eins og hér hefðu átt sér stað stórfelldar náttúruhamfarir eða styrjöld. Þrjú þúsund manns hafa verið gerð gjaldþrota frá hruni. Fjöldi fjárnáma er á annað hundrað þúsunda. Fólk mátti þola miskunnarlausar aðfarir í innheimtu. Fyrirtæki án starfsleyfis, ótíndir handrukkarar ástunduðu eftirlitslaust að hirða bíla af fólki að nóttu til. Enn er verið að selja ofan af fjölskyldum. Þrátt fyrir þetta hafa engar varnir verið reistar í þágu heimilanna. Vart er við því að búast að úrræðaleysið sem blasti við fólki eftir hrun og sinnuleysi um hag heimila og fjölskyldna hafi eflt traust á Alþingi og stjórnvöldum.

Ný vörn, nýtt lyklafrumvarp

Nauðsynlegt er að lögfesta...