Eftir Vilhjálm Bjarnason: „Það getur enginn beðist fyrirgefningar fyrir annars hönd. Því er þessi þingsályktunartillaga algerlega marklaus.“
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Það hefur verið eðli siðaðra manna að umgangast samborgara sína, nágranna og þegna annarra þjóða af háttvísi og kurteisi. Þannig hefur enginn maður eða kona rétt eða heimild til að veita öðrum sár og niðurlægingu.

Maðurinn er ekki fullkominn og í ófullkomleika sínum gerist það sem ekki skyldi verða. Í af sökun manns á gerðum sínum og innilegri þrá eftir því að bæta fyrir það sem gert hefir verið á hlut náungans felst von um réttlætingu. Í beiðni um fyrirgefningu felst iðrun og eftirsjá yfir því sem hefur gerst og innileg þrá eftir því að bæta fyrir það sem gert hefir verið á hlut náungans.

Mannasiðir á Alþingi

Það er til siðs að tala um hið háa Alþingi. Það eru mikil forréttindi að fá að þjóna þingræðinu. Það vill til að á „hið háa Alþingi“ setjast persónur sem kunna ekki að höndla þá ábyrgð sem felst í því að þjóna þingræði. Sennilega er svæsnasta dæmið í framkomu...