Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær fylgdist ég róleg með umræðunni úr sæti mínu. Það var ekki ætlun mín að spretta á fætur og finna mig knúna til að beina óundirbúinni fyrirspurn til heilbrigðisráðherra. En ég gerði það engu að síður og ástæðuna má rekja til eftirfarandi orða ráðherrans.

„Virðulegi forseti. Varðandi geðheilbrigðismálin almennt kom ég heim í gærkvöldi af tveggja daga ráðstefnu sem haldin var í London að frumkvæði bresku ríkisstjórnarinnar en með aðkomu OECD og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar undir yfirskriftinni Jöfnuður í geðheilbrigðismálum á 21. öld. Þangað komu fulltrúar 60 ríkja og óhætt að segja að Ísland stendur vel í samanburði við ríki sem eru að vinna sig út úr þeirri stöðu að fólk með geðsjúkdóma sé tjóðrað eða lokað inni í búrum“

Ég er í raun enn jafn undrandi á þessum ummælum ráðherra þ.e. að óhætt sé að segja að Ísland standi vel í samanburði við ríki sem eru að vinna sig út þeirri stöðu

...

Höfundur: Inga Sæland