Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson: „Hvernig væri að menn tækju sig á og hættu þessum orðsóðaskap um annað fólk?“
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson

Undanfarna daga hefur þjóðin fylgst með umræðum um ótrúleg samtöl nokkurra þingmanna, sem hljóðrituð voru að þeim óafvitandi. Þó að þingmennirnir hafi sýnilega verið vel við skál, þegar þessi ummæli féllu, eru þau með öllu óréttlætanleg. Þingmennirnir hafa verðskuldað orðið fyrir þungum ágjöfum vegna þessa og huga sumir þeirra að afsögn þingmennsku sinnar. Fordæmingin hefur áreiðanlega líka komið frá fólki sem reglulega viðhefur grófan orðsóðaskap sjálft um annað fólk á hinum svonefndu samfélagsmiðlum.

Ég birti á dögunum dæmi um ótrúlegt orðbragð einhverra spakvitringa um mig á slíkum miðlum. Þeir fengu þá yfir sig fordæmingu alls almennings vegna orðbragðs síns. Og þá birtust einhverjir, sem höfðu í frammi álíka orðalag um þetta fólk og það hafði sjálft viðhaft í dæmunum sem ég birti. Lágkúra á lágkúru ofan. Síðustu daga hef ég á ný séð ummæli um mig sem jafnast fyllilega á við það sem ég vakti athygli á í grein minni.

Þingmenn,

...