Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur: „Krafturinn í íslenskum sjávarútvegi er gríðarlegur og staða hans einstök á heimsvísu. ...Við eigum að vera stolt af henni og á stundum mætti velta því fyrir sér hvernig við ætlum að varðveita þessa dýrmætu stöðu.“
Heiðrún Lind
Heiðrún Lind

Umræða um sjávarútveg hefur verið allnokkur undanfarnar vikur og veldur mestu frumvarp um veiðigjald. Því miður snýst umræðan nær eingöngu um einn afmarkaðan þátt í íslenskum sjávarútvegi. Það er: hversu hátt á veiðigjaldið að vera? Ekki nóg með það, heldur er þar oftar en ekki vísað til örfárra fyrirtækja sem náð hafa bestum árangri, en hátt í þúsund aðilar greiða veiðigjald. Skoðanaskipti um nánast allt annað í íslenskum sjávarútvegi liggja óbætt hjá garði og er það miður. En um hvað á að ræða, kann einhver að spyrja; hér verða nokkur dæmi gefin.

Framsækinn

Íslenskur sjávarútvegur er einhver sá framsæknasti í heimi. Kerfið sem við búum við, aflamarkskerfið, er stærsta einstaka ástæðan. Umgangur um auðlindina er allur annar en áður var og leitast er við að nýta fiskistofna með sjálfbærum hætti svo ekki sé gengið á rétt komandi kynslóða til að nýta þá. Vinna við að rétta af stofna við Íslandsstrendur...