Eftir Þorstein Sæmundsson og Gunnlaug Björnsson: „Dagsetning bóndadags í almanökum og dagbókum er á reiki.“
Þorsteinn Sæmundsson
Þorsteinn Sæmundsson

Að undanförnu höfum við margsinnis verið spurðir um það, bæði símleiðis og með tölvupósti, hvenær bóndadagurinn verði á næsta ári. Þeir sem spyrja segjast hafa rekist á mismunandi dagsetningar, bæði á vefnum og í prentuðum dagbókum og almanökum. Ýmist sé sagt að bóndadagur verði 18. janúar eða 25. janúar. Í einu tilviki standi heitið við báðar dagsetningarnar.

Fyrr á árum, þegar Háskóli Íslands hafði einkarétt á útgáfu almanaka, var haft nokkurt eftirlit með því sem birtist í almanökum og dagatölum annarra útgefenda. Svo er ekki lengur, en þeir sem standa að Almanaki Háskólans hafa lagt metnað sinn í að almanakið væri rétt og gæti verið traust heimild fyrir aðra útgefendur. Prentuð útgáfa almanaks 2019 er fyrir löngu komin í bókabúðir, en það er einnig fáanlegt á vefsíðunni www.almanak.is. Í almanakinu er dagsetning bóndadags sýnd fjögur ár fram í tímann og hefur svo verið í fjölda ára. Ástæða er til að vekja athygli á annarri vefsíðu,

...