Eftir Sigurjón Hafsteinsson: „Mér er spurn, er ekki kominn tími til að gefa upp á nýtt í góðærisspili ráðmanna?“
Sigurjón Hafsteinsson
Sigurjón Hafsteinsson

Því meira sem maður heyrir og les það sem kemur frá nýrri forystu launþega því meira eykst traust launþega á forystu verklýðfélaganna hér á landi. Mér er spurn, hvar höfum við verkalýðurinn verið sl. ár og aldir? Ég velti því oft fyrir mér hvort forystumenn eins og Ragnar Þór Ingólfsson, Vilhjálmur Birgisson, Aðalsteinn Árni Baldursson og Sólveig Anna hafi bara verið sett á ís meðan neyðarköll verkalýðsins, heimila og fjölskyldna, öryrkja og ellilífeyrisþega þessa lands hljómuðu. Ég á mér draum og hann er sá að verkalýðurinn láti sverfa til stáls og vinni saman sem eitt teymi að því að koma á réttlæti til handa þeim sem minnst mega sín hér á landi. Einmitt nú, þegar kjörið tækifæri er til staðar og öll trompin eru á okkar hendi, einmitt núna eigum við að standa saman um forystuna. Ég beini mínum spurningum til ráðamanna þesa lands og geri orð Ragnars Þórs, formanns VR, í 1. maí ræðu sinni að mínum þegar ég segi:

Er það góðæri að hafa ekki efni á

...