Að ríkið sé að skatta fátækt er fáránlegt og stjórnvöldum til háborinnar skammar. Full desemberuppbót örorkulífeyrisþega nemur um 43 þúsund krónum eða um 27 þúsundum eftir skatt. En þetta er síðan skert hjá stórum hópi lífeyrisþega. Það er stórfurðulegt að ríkið mismuni fólki með skerðingum fyrir jólin og skerði desemberuppbótina vegna lífeyrissjóðlauna þannig í núll og það á sama tíma og þingmenn fá miklu hærri jólabónus og það óskertan.

Þingmenn og embættismenn fá 181 þúsund króna desemberuppbót. Munurinn er 138 þúsund krónur eða rúmlega 100 þúsund krónur eftir skatt sem er fjórfalt meira. Jólabónus atvinnulausra er 81 þúsund krónur og síðan fá þeir smá auka með hverju barni.

Það er ekki í lagi að við þingmenn fáum svona háa desemberuppbót á sama tíma og þeir sem lifa í fátækt, hvað þá í sárafátækt eru að fá skerta desemberuppbót. Þessu verður að snúa við og þeir sem lifa á lífeyrislaunum fái 181 þúsund krónur í desemberuppbót, en

...

Höfundur: Guðmundur Ingi Kristinsson