Eftir Karl Gauta Hjaltason: „Ég tel ekki forsvaranlegt að formaður stjórnmálaflokks sitji yfir fjárreiðum hans með því að vera jafnframt prókúruhafi og gjaldkeri flokksins.“
Karl Gauti Hjaltason
Karl Gauti Hjaltason

Nú þegar nýtt ár er gengið í garð með öllum þeim væntingum sem jafnan eru í hugum fólks við slík tímamót er við hæfi að líta yfir farinn veg á liðnu ári.

Þjóðvegur til Eyja

Á vorþingi lagði ég fram frumvarp um að skilgreina betur ferjuleiðir við landið og að þjónusta við þessar leiðir yrði lögð að jöfnu við þjóðvegi landsins. Ég nefndi þær þjóðferjuleiðir í frumvarpi til breytinga á vegalögum. Í haust lagði ég frumvarpið aftur fram og nú með tilstyrk fleiri þingmanna úr Suðurkjördæmi. Þarna var ég að efna loforð við kjósendur í Eyjum sem kallað höfðu árum saman eftir bættri skilgreiningu á ferjuleiðinni til Eyja.

Skýstrókar og aðrar náttúruhamfarir

Höfundur lagði fram frumvarp um breytingu á lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands í tilefni af því að í lok ágúst sl. gengu skýstrókar yfir bæ í Álftaveri. Nær einsdæmi er hér á landi að...