Lax Fljótlega tókst að loka gatinu á einum af sjókvíum Arnarlax.
Lax Fljótlega tókst að loka gatinu á einum af sjókvíum Arnarlax. — Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson

Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Arnarlaxi um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Hringsdal í Arnarfirði.

Gatið uppgötvaðist við skoðun kafara í gærmorgun og lauk viðgerð síðar um daginn.

Samkvæmt upplýsingum Arnarlax var gatið um 15 cm x 50 cm og á 20 m dýpi og voru um 157.000 laxar í kvínni með meðalþyngd 1,3 kg, að því er segir á vef MAST.

Atvikið er til meðferðar hjá Matvælastofnun og munu eftirlitsmenn stofnunarinnar skoða aðstæður hjá fyrirtækinu og fara yfir viðbrögð þess. Arnarlax hefur lagt út net í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort slysaslepping hafi átt sér stað, segir ennfremur í tilkynningunni frá í gær.