Mikilvægur áfangi í uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut átti sér stað á dögunum þegar Sjúkrahótelið var afhent Landspítala sem mun fara með rekstur þess. Sjúkrahótelið er hannað eins og hefðbundið hótel. Það er með móttöku og veitingastað og í allri nálgun er lögð áhersla á að þeir sem þar dvelja séu gestir á hótelinu. Á sjúkrahótelinu er veitt sérhæfð þjónusta af hæfu fagfólki allan sólarhringinn. Tilgangur þess er fyrst og fremst að vera athvarf fyrir þá sem þurfa heilsu sinnar eða aðstandenda sinna vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar. Þar að auki nýtist það sjúklingum sem sækja dag- og göngudeildarþjónustu á sjúkrahúsi, þeim sem eru í virkri meðferð og þurfa eftirlit og stuðning sem og þeim sem hafa dvalið á sjúkrahúsi og þarfnast heilbrigðisþjónustu til dæmis í kjölfar aðgerða. Á sjúkrahótelinu er veittur aðgangur að ráðgjöf og liðsinni hjúkrunarfræðinga bæði vegna heilsufarsvanda og við að sækja...

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir