Eftir Jón Baldvin Hannibalsson: „Subbulegustu sögurnar eru nafnlausar. Það þýðir að höfundarnir þora ekki að standa við orð sín.“
Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson

Ég eyddi kvöldstund í að renna yfir sögurnar um mig eftir konurnar í „stuðningshópi“ Aldísar Schram á netinu. (Þurfti þess vegna væntanlegra málaferla.) Höfundar skiptust í tvo hópa: Annars vegar voru hinar hugrökku, sem sögðu til nafns. Þeim hef ég þegar svarað. Hinar voru sýnu fleiri sem földu sig bak við nafnleynd.

Þegar þetta er lesið saman, sést að margt er sameiginlegt með sögunum. Dreissugur valdsmaður misbeitir valdi sínu til að níðast á minnimáttar sakleysingjum. Svo breytist karakterinn í drykkfellt dusilmenni, sem konum og börnum stafar hætta af, þegar rökkva tekur.

Subbulegustu sögurnar eru nafnlausar. Það þýðir að höfundarnir þora ekki að standa við orð sín. Og sá sem rægður er, fær engum vörnum við komið. En ein sagan er undantekning að því leyti að þar er getið um stað (Ráðherrabústaðinn) og stund (árið 1996). Sagan er svona: Valdamaðurinn er veisluglaður en situr áfram eftir veislulok. Og er enn þurfandi. Hann er

...