Gunnhildur Gunnarsdóttir fæddist á Akureyri 4. febrúar 1945. Hún lést á Kristnesspítala 8. apríl 2019.

Foreldrar hennar voru Sigríður Ágústsdóttir, f. 12.12. 1923, d. 5.4. 2009, og Gunnar Karlsson, f. 5.6. 1923, d. 22.1. 1973. Bróðir Gunnhildar er Ágúst Karl Gunnarsson, f. 20.10. 1949. Gunnhildur giftist 20.4. 1967 Bergi Erlingssyni. Dóttir þeirra er Hildur Bergsdóttir, f. 5.8. 1978, og eiginmaður hennar Freyr Ævarsson, saman eiga þau börnin; Mikael Mána, f. 27.9. 1998, Rafael Rökkva, f. 13.10. 2004, Gabríel Glóa, f. 12.8. 2009, og Teklu Tíbrá, f. 3.4. 2013.

Útför Gunnhildar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 15. apríl 2019, klukkan 13:30.

Í dag kveð ég konu sem kenndi mér svo óendanlega margt um lífið, allt frá því hvernig á að prjóna slétt og snúið og til þess hvernig takast má á við lífsins ólgusjó af æðruleysi, bjartsýni og þrautseigju. Því sama hvað gekk á þá mætti hún því...