Baksvið

Guðni Einarsson

Helgi Bjarnason

Unnið er að fjármögnun lagningar rafstrengs meðfram Kjalvegi frá Bláfellshálsi í Kerlingarfjöll og Hveravelli og hálendisskála og endurvarpsstöðvar á þeirri leið. Veiturafmagnið kemur þá í stað dísilrafstöðva. Ef það tekst að ná endum saman mun RARIK láta plægja niður rafstrenginn í sumar.

Kristján L. Möller, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, vinnur að verkefninu fyrir hönd ferðaþjónustuaðila á Kili. „Verkefnið snýst um að leggja rafstreng upp á Kjöl og plægja hann niður í staðinn fyrir að ferðaþjónustan á svæðinu uppfæri og stækki þrjár dísilrafstöðvar,“ segir Kristján.

Hann segir að málið sé á viðkvæmu stigi og enn sé eftir að hnýta lausa enda við fjármögnun þeirra sem að því koma. „Aðalatriðið er að áfram er unnið að verkefninu og ég er orðinn sæmilega bjartsýnn á að það takist.“

...