Jón Helgason fæddist 4. október 1931. Hann lést 2. apríl 2019.

Útför Jóns var gerð 13. apríl 2019.

Vegna mistaka við uppsetningu á þessari grein í Morgunblaðinu sl. laugardag er hún birt aftur.

Morgunblaðið biður hlutaðeigandi velvirðingar á mistökunum.

Þegar fyrrverandi stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík og síðar rektor Menntaskólans við Hamrahlíð lét af störfum fyrir tæplega fjörutíu árum, var hann spurður af fréttamanni hvað hefði nú orðið um alla dúxana sem hann hafði kennt í gegnum árin. Rektorinn svaraði eitthvað á þá leið að einhver allra fremsti nemandi sem hann hefði kennt hefði að loknu stúdentsprófi frá MR gerst bóndi austur í Skaftafellssýslu. Nemandinn var Jón í Seglbúðum. Þrátt fyrir afburða námshæfileika átti ekki fyrir Jóni að liggja að finna andlegum kröftum sínum viðnám innan veggja háskóla eða

...