Skagamenn Örn Gunnarsson, formaður Sterkra Skagamanna, Sigurður Sigursteinsson, framkvæmdastjóri KFÍA, Haraldur Ingólfsson, Jón Gunnlaugsson, Heimir Fannar Gunnlaugsson, varaform. KFÍA, og Magnús Brandsson.
Skagamenn Örn Gunnarsson, formaður Sterkra Skagamanna, Sigurður Sigursteinsson, framkvæmdastjóri KFÍA, Haraldur Ingólfsson, Jón Gunnlaugsson, Heimir Fannar Gunnlaugsson, varaform. KFÍA, og Magnús Brandsson.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Þrátt fyrir að sól Skagamanna hafi hnigið um stund eru þeir aftur komnir í hóp bestu knattspyrnuliða landsins og eru á toppnum ásamt tveimur liðum í Pepsi Max-deild karla eftir þrjár umferðir. Stuðningsmennirnir hafa heldur ekki lagt árar í bát, ekki frekar en Oddur sterki á Skaganum á árum áður. Félagið Sterkir Skagamenn var stofnað í fyrra í þeim tilgangi að standa við bakið á meistaraflokknum, fjárhagslega og félagslega, og fyrir skömmu afhentu félagsmenn stjórn KFÍA framlag fyrsta ársins, átta milljónir króna, að gjöf.

Árgjaldið 100 þúsund

„Sterkir Skagamenn eru góður fjárhagslegur styrkur fyrir ÍA og auk þess er þetta kjörið tækifæri til þess að safna reglulega saman fólki, sem hefur áhuga á fótbolta og vill hittast oftar, þétta raðirnar,“ segir Örn Gunnarsson, stjórnarmaður hjá Sterkum Skagamönnum. Með honum í stjórn eru

...