Kynning Íbúar í hverfinu við Sjómannaskólann spurðu fulltrúa borgarinnar margra spurninga á fundinum.
Kynning Íbúar í hverfinu við Sjómannaskólann spurðu fulltrúa borgarinnar margra spurninga á fundinum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Magnús Heimir Jónasson

mhj@mbl.is

Helgi Hilmarsson, varaformaður í íbúafélaginu Vinir Saltfiskmóans, segir opinn fund skipulagsyfirvalda Reykjavíkurborgar um Sjómannaskólareitinn í gærkvöldi „algjöra sýndarmennsku“. Á fundinum var aðal- og deiliskipulag borgarinnar fyrir reitinn kynnt en Helgi segir ljóst að búið sé ákveða þetta.

„Það kom spurning úr sal frá Ellert B. Schram fulltrúa eldri borgara sem hafa fengið vilyrði fyrir íbúðum þarna. Hann spurði hvenær þau gætu byrjað að byggja og hvort sem það var viljandi eða óviljandi þá missti einhver hjá borginni það út úr sér að þetta færi núna í auglýsingu og fyrir fund hjá borgarráði 29. maí og þess vegna yrði þetta samþykkt þá. Þannig að við sitjum svolítið eftir eins og fábjánar og finnst að þetta hafi verið algjör sýndarmennska, þessi fundur. Allar fyrirspurnir og allt sem við komum með sem átti að vera okkar leið til að gera einhverjar athugasemdir skiptir

...