Sigurjón Guðmundsson fæddist 12. október 1924 í Kolsholtshelli í Flóa. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Grund 8. maí 2019.

Sigurjón var sonur hjónanna Mörtu Brynjólfsdóttur og Guðmundar Kristins Sigurjónssonar. Systkini hans voru Jóhann, Guðríður, Kristín, Brynjólfur og Sigríður en þau eru öll látin.

Eftirlifandi eiginkona hans er Svanfríður Vigdís Jónasdóttir, f. 29. nóvember 1928. Þau gengu í hjónaband 20. nóvember 1949. Foreldrar hennar voru Alexandrína Kristín Benediksdóttir og Jónas Guðjónsson. Börn þeirra eru: Sverrir Örn f. 12. júní 1949, Guðmundur Kristinn, f. 14. september 1951, Hafsteinn, f. 24. mars 1958 og Marta Kristín, f. 12. ágúst 1970. Barnabörnin eru 14 og langafabörnin eru líka 14.

Sigurjón og Svanfríður fluttu til Reykjavíkur árið 1950. Fyrst bjuggu þau á Ránargötu, síðan á Brekkustíg og svo á Reynimel 84 frá 1966.

Sigurjón lærði pípulagnir og útskrifaðist með sveinspróf 1956 og

...