Jón Ólafur Bjarnason fæddist á Grundum í Bolungarvík 1. október 1925. Hann lést á Hrafnistu Hafnarfirði 14. mars 2019.

Jón Ólafur var sonur hjónanna Friðgerðar Skarphéðinsdóttur (1888-1943) og Bjarna Bjarnasonar (1895-1980). Systkini hans voru Gunnhildur Guðfinna, Jóna Bjarnveig og Skarphéðinn Sigmundur og eru þau öll látin. Seinni kona Bjarna var Jóna Jónsdóttir, þeirra dóttir Friðgerður Elín, f. 1946. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Þorgerður María Gísladóttir íþróttakennari, f. 9.9. 1925. Dóttir þeirra er Sigríður, f. 26.5. 1953. Börn hennar eru a) Jón Ólafur Gestsson, kvæntur Katrínu Ástu Stefánsdóttur og eiga þau þrjú börn, b) Þorgerður María Halldórsdóttir. Fyrir átti Jón Ólafur Bentínu, f. 22.12. 1950, hún er gift Halldóri H. Ármannssyni, börn þeirra eru a) Elvar Eyberg, kvæntur Guðbjörgu M. Árnadóttur, eiga þau fjögur börn. b) Linda Sóley, gift Karvel H. Árnasyni og eiga þau þrjá syni. c) Ingvar Búi, f. 1974, d. 2010, eignaðist hann þrjú börn. d)

...