Inga (Petrea Berta) Jóhannsdóttir fæddist á Fagurhóli í Ólafsvík 15. september 1930. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð 2. maí 2019.

Inga var dóttir hjónanna Jóhanns Péturs Ágústssonar frá Búðum í Staðasveit, f. 15. júlí 1892, d. 22. maí 1972, og Maríu Kristborgar Magnúsdóttur frá Ytri-Görðum í Staðasveit, f. 17. júní 1894, d. 9. apríl 1943.

Inga var næstyngst níu systkina sem nú eru öll látin: Valgerður Jóhannsdóttir, f. 1915, d. 1973; Aðalheiður Jóhannsdóttir, f. 1917, d. 1971; Ágústa Jóhannsdóttir, f. 1918, d. 2014; Eggert Torfi Jóhannsson, f. 1920, d. 1990; Magnús Þórarinn Jóhannsson, f. 1921, d. 1947; Árni Jóhannsson, f. 1923, d. 1993; Drengur Jóhannsson, f. 1928, d. 1928; Þórunn Sigurborg Jóhannsdóttir, f.1933, d. 2006.

Inga giftist hinn 18. febrúar 1951 Ólafi Halldóri Auðunssyni skurðgröfustjóra, f. 10. október 1925, 16. maí 1977, og hófu þau búskap sinn í Ástríðarhúsi í Borgarnesi. Ólafur

...