Þorgeir Þorgeirsson fæddist á Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu 1. ágúst 1933. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 20. júní 2019.

Foreldrar hans voru Þorgeir Sveinbjarnarson, kennari, skáld og forstjóri Sundhallar Reykjavíkur, f. 14. ágúst 1905, d. 19. febrúar 1971, og Bergþóra Davíðsdóttir, kennari og húsmóðir, f. 22. desember 1909, d. 4. júlí 1952. Systkini Þorgeirs: Davíð Björn, f. 1938, d. 1940, og María Halldóra, f. 1940, d. 2006.

Hinn 7. september 1957 kvæntist Þorgeir Kristjönu F. Arndal listmálara, f. 7. júní 1939, d. 3. mars 2015. Foreldrar hennar voru Jósefína Lilja Vigfúsdóttir Hjaltalín, húsmóðir og matselja, og Finnbogi Jóhannsson Arndal, forstjóri Sjúkrasamlags Hafnarfjarðar.

Börn Kristjönu og Þorgeirs eru 1) Bergur, bókmenntafræðingur, f. 1958, maki er Sigríður Kristinsdóttir. Þau eiga tvær dætur, Bergþóru, f. 1991, og Vigdísi, f. 1994. 2) Lilja, félagsfræðingur, f. 1959, maki er

...