Guðrún Friðriksdóttir fæddist í Laufási í Ketildalahreppi 18. mars 1939. Hún lést á Landspítalanum 2. júlí 2019.

Foreldrar hennar voru Friðrik Jónsson, bóndi og oddviti í Hvestu í Ketildölum, f. í Hringsdal 1906, og kona hans, Sigríður Þórðardóttir kennari, f. í Litlu-Tungu í Holtum 1901. Lífsförunautur Guðrúnar árin 1982 til 2007 var Auðunn Hafnfjörð Jónsson, f. á Gjögri í Árneshreppi í Strandasýslu 1936. Hann lést 2007.

Systkini Guðrúnar eru Kristín Friðriksdóttir, f. 1936, d. 1996, Þórður Friðriksson, f. 1937, og tvíburasystir hennar Sesselja Friðriksdóttir, f. 1939. Dóttir Guðrúnar er Edda Arndal, f. 1962. Dótturdóttir hennar er Sunna Rún Baldvinsdóttir, f. 1985, og dótturdótturdóttir hennar er Ronja Bjarnadóttir, f. 2014.

Útför hennar fer fram frá Grensáskirkju í dag, 12. júlí 2019, klukkan 15.

Mamma mín, nú ertu farin frá okkur og við þínir nánustu sameinuð...