Guðrún Reynisdóttir fæddist í Hafnarfirði 28. júní 1934. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 6. júlí 2019.

Foreldrar Guðrúnar voru Reynir Guðmundsson, f. á Geirseyri við Patreksfjörð 24. apríl 1906, d. 1988, og Margrét Skúladóttir, f. að Ytra-Vatni í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 18. nóvember 1900, d. í Hafnarfirði 1950. Systkini Guðrúnar voru Svanhvít Reynisdóttir, f. 1930, d. 2016, og Sverrir Reynisson, f. 1932, d. 1955.

Eiginmaður Guðrúnar er Halldór Júlíusson, f. 28. júní 1928. Börn þeirra eru: 1. Margrét Halldórsdóttir, f. 1956, maki Árni Guðmundsson. Börn þeirra eru Halldór, Elín og Guðmundur Örn. 2. Ingibjörg Halldórsdóttir, f. 1959. Börn hennar og Sveins Ásgeirssonar eru Ásgeir Arnar og María Rún. 3. Reynir Halldórsson, f. 1963. Dóttir hans og Önnu Sigríðar Guðmundsdóttur er Guðrún Edda.

Guðrún ólst upp á Brekkugötu í Hafnarfirði. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði og starfaði

...