Bosnía Byrjunarlið Breiðabliks sem burstaði Dragon frá Norður-Makedóníu, 11:0, í Sarajevó á laugardag.
Bosnía Byrjunarlið Breiðabliks sem burstaði Dragon frá Norður-Makedóníu, 11:0, í Sarajevó á laugardag. — Ljósmynd/Ingibjörg Auður

Í Sarajevó

Andri Yrkill Valsson

yrkill@mbl.is

Það er gríðarlega heitt í Bosníu og reiknað með allt að 35 stiga hita þegar Breiðablik mætir heimaliði Sarajevó rétt utan við borgina í lokaleik sínum í undanriðli Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu í dag. Í húfi er farseðillinn í 32 liða úrslit keppninnar, en bæði lið hafa unnið hina tvo leiki sína í riðlinum.

„Þetta verður erfiðasti leikurinn, það er alveg klárt,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, þegar blaðamaður Morgunblaðsins settist niður með henni á hóteli liðsins í gær sem staðsett er í fjalllendi ofan Sarajevó. Leikmenn og fylgdarlið voru þá flestir að skýla sér fyrir sólinni áður en haldið var á æfingu síðdegis.

Þrátt fyrir að dvelja dágóðan spöl frá æfinga- og keppnisvöllunum sem notaðir eru völdu mótshaldarar að hafa liðin frekar á hóteli uppi í fjöllunum en í miðri Sarajevóborg þar

...