Nú þegar hillir undir lokaátök um 3ja Orkupakkann grípa meðmælendur hans til þekktra vopna í baráttu sinni fyrir erlenda hagsmuni. Nú sem fyrr er klifað á því sem gert var eða ekki gert fyrir 6 árum eins og það skipti sköpum um ákvarðanir dagsins í dag. Enn sem fyrr er hræðsluáróðurinn dreginn fram um að EES samningurinn sé fyrir bí verði OP 3 hafnað. Hvort tveggja er alrangt. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru í keppni um hver þeirra getur niðurlægt grasrót sína mest. Sjálfstæðismenn eru boðaðir til fundar til þess eins að formaður flokksins geti sagt þeim að þeim komi þetta mál ekkert við og að undirskriftir þeirra, þúsundir, skipti ekki máli. Þingflokkurinn sé með málið. Bætt er um betur og sagt að þingflokkurinn geti ekki sveiflast eftir óánægjuröddum í flokknum enda er „alltaf þægilegast að vera svoleiðis stjórnmálamaður að hlusta bara á sjálfan sig og taka tillit til eigin samvisku í þessu málum“. (SÁA) Engum sögum fer af því í hvers umboði...

Höfundur: Þorsteinn Sæmundsson