Sögulok Erla Sigurðardóttir og dóttirin Sæunn Erla loka búðinni.
Sögulok Erla Sigurðardóttir og dóttirin Sæunn Erla loka búðinni. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Síðustu daga hef ég fengið óteljandi símtöl frá konum hér í Reykjavík og víða af landinu sem gráta að við séum að loka versluninni. Hér hafi þær alltaf fengið fötin sem þær vanti og nú viti þær ekki hvert þær geti snúið sér,“ segir Erla Sigurðardóttir kaupmaður.

Starfsemi Verðlistans, einnar elstu og þekktustu fataverslunar í Reykjavík, verður hætt eftir daginn í dag. Síðustu daga hefur verið útsala í búðinni og flest er farið, enda eru flíkurnar á frábæru verði. Margar konur hafa svo litið inn í þeim tilgangi að þakka fyrir þjónustu í áratugi.

Fyrir fertugar og eldri

Hjónin Kristján Kristjánsson og Erla Wigelund stofnuðu kvenfataverslunina Verðlistann árið 1965. Vöruúrvalið er gott: buxur, pils, kjólar, blússur, kápur og svo mætti áfram telja. Að bjóða upp á góðan fatnað fyrir konur fertugar og eldri var jafnan

...