Babú, babú Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, skoðaði sjúkrabíl þegar hann var í heimsókn á sjúkrahúsi í enska bænum Boston á dögunum.
Babú, babú Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, skoðaði sjúkrabíl þegar hann var í heimsókn á sjúkrahúsi í enska bænum Boston á dögunum. — AFP

Bogi Þór Arason

bogi@mbl.is

Ný skoðanakönnun bendir til þess að meirihluti Breta sé hlynntur því að stjórn Boris Johnsons forsætisráðherra tryggi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október með öllum ráðum, m.a. með því að senda þingið heim ef þörf krefur til að koma í veg fyrir að það hindri útgönguna.

Í könnun fyrir The Telegraph sögðust 54% þátttakendanna vera sammála þeirri staðhæfingu að Johnson þyrfti að tryggja brexit með öllum ráðum, m.a. með því að loka þinginu um tíma ef það væri nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að þingmenn hindruðu útgönguna. 62% sögðust vera ósammála þeirri staðhæfingu að þingið væri „meira í takt við breskan almenning en Johnson“.

Gæti sent þingið heim

Samkvæmt gildandi lögum gengur Bretland úr ESB 31. október og Johnson hefur sagt að útgöngunni verði ekki frestað ef leiðtogar

...