Eftir Sigurð Inga Jóhannsson: „Tilgangurinn er skýr; að efla atvinnusvæði og búsetu um land allt til að Ísland verði í fremstu röð með trausta innviði og öflug sveitarfélög.“
Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson

Fyrir nákvæmlega 45 árum og einum mánuði, 14. júlí 1974, var blásið í lúðra við Skeiðarárbrú og haldinn dansleikur á palli fram eftir kvöldi. Tilefnið var vígsla brúarinnar, en með henni var hringnum lokað og Hringvegurinn, sem tengir byggðir umhverfis landið, formlega opnaður. Skeiðarárbrú var án nokkurs efa ein mesta samgöngubót Íslendinga fyrr og síðar. Upp frá þeim tíma gat ekkert hamlað greiðri för bifreiða hringinn í kringum landið og vegasamgöngur tóku stakkaskiptum.

Í framhaldinu var fljótlega farið að leggja bundið slitlag á þjóðvegi víðs vegar um landið. Nú, fjórum áratugum seinna, er tímabært og ánægjulegt að hafa lokið því brýna verkefni að leggja slitlag á allan hringinn með nýjum vegarkafla um Berufjarðarbotn. Það kann að hljóma undarlega í eyrum margra að ekki hafi verið komið bundið slitlag á allan hringinn fyrir löngu og má tína til margar ástæður fyrir því.

Skiptar skoðanir

...