Eftir Jón Ólaf Halldórsson: „Ný námslína við Verzlunarskóla Íslands, unnin í samstarfi við SVÞ, er fagnaðarefni.“
Jón Ólafur Halldórsson
Jón Ólafur Halldórsson — Morgunblaðið/Kristinn

Samtök verslunar og þjónustu hafa undanfarin misseri lagt mikla áherslu á mikilvægi menntunar í því skyni að efla veg þeirra starfa sem unnin eru í verslunar- og þjónustufyrirtækjum. Menntun hefur gríðarlega miklu hlutverki að gegna þegar horft er til þeirra öru breytinga sem eru nú að eiga sér stað í öllum störfum, ekki síst störfum í verslun og þjónustu. Hin stafræna bylting hefur þegar haft umtalsverð áhrif á störf í þessum atvinnugreinum og þau áhrif munu aðeins aukast á næstu árum.

Ný námslína við Verzlunarskóla Íslands, unnin í samstarfi við SVÞ, er því mikið fagnaðarefni. Markmið námsins er að koma til móts við nýjar þarfir fyrirtækja í verslun og þjónustu. Þarfir sem lúta með beinum hætti að þeirri stafrænu byltingu sem er að eiga sér stað. Netverslun og -þjónusta eykst hröðum skrefum og upp er að vaxa kynslóð sem mun sækja meirihluta verslunar sinnar og þjónustu á netið. Í kjölfarið tekur umhverfi starfsfólks stórstígum breytingum og því

...