Leynir Stórtæk uppbygging ferðaþjónustu leggst ekki vel í hagsmunaaðila.
Leynir Stórtæk uppbygging ferðaþjónustu leggst ekki vel í hagsmunaaðila.

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Fjölmargar athugasemdir bárust við lýsingu skipulagsáforma á jörðunum Leyni 2 og 3 í Landsveit. Eigendur jarðanna hafa fengið heimild sveitarstjórnar til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið og áforma mikla uppbyggingu tengda ferðamennsku. Frestur til að gera athugasemdir við lýsingu skipulagsáforma rann út í síðustu viku og athugasemdir voru lagðar fram á fundi skipulags- og umferðarnefndar Rangárþings ytra á mánudag.

Í fundargerð nefndarinnar er rakið að athugasemdir hafi borist frá eigendum í landi Efra-Sels þar sem lýst er áhyggjum af mengunarmálum vegna umræddrar uppbyggingar. Eigendur og ábúendur á Stóra-Klofa, en Leynir 2 og 3 tilheyrðu áður þeirri jörð, gera athugasemdir við að svo stór áform geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir grunnvatnslindir svæðisins ásamt því að kyrrð og friðsæld spillist. Eigandi og ábúandi á Skarði kvartar yfir því að

...