Stjórnvöld í Tyrklandi sögðu í gær að her landsins hefði lokið undirbúningi fyrirhugaðrar innrásar í norðurhluta Sýrlands eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að flytja bandaríska hermenn frá landamærunum og greiða þannig fyrir því að Tyrkir...
Recep Tayyip Erdogan
Recep Tayyip Erdogan

Stjórnvöld í Tyrklandi sögðu í gær að her landsins hefði lokið undirbúningi fyrirhugaðrar innrásar í norðurhluta Sýrlands eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að flytja bandaríska hermenn frá landamærunum og greiða þannig fyrir því að Tyrkir gerðu árásir á yfirráðasvæði Kúrda.

Í tilkynningu frá Hvíta húsinu á sunnudag sagði að hermennirnir yrðu fluttir frá landamærunum og Tyrkir myndu bráðlega hefja hernað sem þeir hefðu lengi fyrirhugað í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Trumps vakti hörð viðbrögð á þingi Bandaríkjanna og margir þingmenn repúblikana gagnrýndu hana, þ. á m. leiðtogi þeirra í öldungadeildinni. Þeir lýstu ákvörðuninni sem svikum við hersveitir Kúrda, sem hafa verið mikilvægir bandamenn Bandaríkjahers í baráttunni gegn Ríki íslams, samtökum íslamista. Þeir sögðu enn fremur að með því að snúa baki við Kúrdum yki Trump hættuna á því að íslamistasamtökin færðu sig upp á skaftið með hryðjuverkum og hernaði með það að markmiði að

...