Ásdís Kristjánsdóttir
Ásdís Kristjánsdóttir

Í þeirri niðursveiflu sem Íslendingar upplifðu fyrir um áratug greip vinstristjórnin til þess vafasama ráðs að hækka skatta stórkostlega. Um þetta og fleira tengt efnahagsmálum síðasta áratugar var á dögunum fjallað í fróðlegri grein Ásdísar Kristjánsdóttur, forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, í blaðinu Framúrskarandi fyrirtæki sem gefið var út í tengslum við Viðskiptamoggann.

Þar segir Ásdís, sem orðar hlutina varlega, að í síðustu niðursveiflu hafi of mikil áhersla verið lögð á aukna skattheimtu en of lítil á hagræðingu hjá hinu opinbera. „Fyrir vikið er skattheimta í dag mun meiri en fyrir 10 árum. Tryggingagjaldið, tekjuskattur fyrirtækja og einstaklinga, veiðigjaldið og fjármagnstekjuskattur eru allt dæmi um skatta sem eru hærri í dag en undir lok síðustu uppsveiflu. Þá eru skattar eins og bankaskattur, sérstakur og almennur fjársýsluskattur, gistináttaskattur og kolefnisgjald dæmi um nýja skatta. Á árinu 2019 er áætlað að

...