Banki í Sviss lokar íslenskum reikningum og banki á Kýpur setur Ísland á bannlista

Fyrir nokkrum vikum var Ísland sett á gráan lista apparats, sem fer undir merkjum baráttu gegn peningaþvætti og kallast Financial Action Task Force, skammstafað FATF. Margt sætir furðu við verklag þessarar stofnunar, ekki síst að Ísland skuli vera í brennidepli hjá henni því ætla mætti að víða í heiminum væri að finna bólgnari kýli til að stinga á.

Dilkadrættir FATF hafa að því er virðist ekki farið fram hjá mönnum í fjármálaheiminum. Í vikunni bárust fréttir af því að bankar í Sviss og á Kýpur hefðu varann á sér vegna Íslands. Á miðvikudag kom fram í ViðskiptaMogganum að Íslendingar, sem átt hafa reikninga í svissneska bankanum UBS, hefðu þurft að loka þeim vegna óljóss regluverks á Íslandi.

Orðspor Svisslendinga er ekki beysið þegar kemur að peningaþvætti. Landið er vissulega með ímynd reglufestu og heiðarleika. Bankar í Sviss hafa hins vegar verið mörgum skálkaskjól sem hafa viljað koma auði sínum undan eftirliti heima í héraði.

...