Fjóla S. Hannesdóttir fæddist í Hnífsdal 9. júní 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, 27. október 2019.

Foreldrar hennar voru Hannes Ólason, f. 24. júlí 1884, d. 16. apríl 1970 og Valgerður Björnsdóttir, f. 11. júní 1895, d. 6. apríl 1989. Börn þeirra: Karólína, Björg (lést á fyrsta ári), Sigmunda, Björg, Guðný, Ólöf, Arndís, Jóhannes, Lilja, Hulda, Hrefna, Beta Guðrún, Óli Björn, Garðar og Ósk. Var Fjóla sú tíunda af þeim systkinum og af þeim eru Beta Guðrún, Hrefna, Óli Björn, Garðar og Ósk enn á lífi.

Fjóla giftist Óskari Friðbjarnarsyni, frá Sútarabúðum í Grunnavík 30. mars 1958. Foreldrar hans voru Sólveig Pálsdóttir og Friðbjörn Helgason. Börn Fjólu og Óskar eru: 1) Hannes, f. 12. desember 1957, sambýliskona hans er Sigríður Jóna Þráinsdóttir. 2) Friðbjörn, f. 14. maí 1959, kvæntur Guðrúnu Hreinsdóttur, börn þeirra eru Óskar Aðalsteinn, Ásgerður og Stefán. Óskar var

...