Forngripur Þessi pinni, sem festi saman klæði, er talinn eldri en frá 980 og á sér fáar hliðstæður hér á landi.
Forngripur Þessi pinni, sem festi saman klæði, er talinn eldri en frá 980 og á sér fáar hliðstæður hér á landi. — Ljósmynd/Fiske Center

Guðni Einarsson

gudni@mbl.is

Þjóðminjasafnið varðveitir nú um 200.000 forngripi sem fundist hafa í jörðu. Langflestir hafa komið úr fornleifarannsóknum en nokkrir frá almenningi sem hefur fundið gripina á víðavangi eða við framkvæmdir. Líklega mun aðeins lítið brot nokkru sinni rata á sýningar.

Ármann Guðmundsson, fornleifafræðingur hjá Þjóðminjasafni Íslands, hélt nýlega erindi um gripi sem safninu hafa borist síðustu misserin og kynnti sérstaklega tíu þeirra. Hann segir að á árunum 2017 til 2019 hafi verið skráðir um 90 gripir frá almenningi en 27.486 gripanúmer úr leyfisskyldum fornleifarannsóknum. Undir hverju númeri geta verið margir gripir. En hver af gripunum tíu er athyglisverðastur að mati Ármanns?

„Það er erfitt að gera upp á milli barnanna sinna,“ segir Ármann. „Mér þykir þetta allt mjög spennandi en þessir tíu gripir sýna að forngripir geta verið alls konar. Fyrst og fremst eru

...