Eftir Guðjón Leif Sigurðsson: „Að spara orku er sjálfgefið. Að bæta stýringar er sjálfgefið Að auka ljósgæði ætti líka að vera sjálfgefið.“
Guðjón Leifur Sigurðsson
Guðjón Leifur Sigurðsson

Nýlega birtist grein um LED-væðingu götulýsingar í Fréttablaðinu þar sem athyglinni var nánast eingöngu beint að orkusparnaði og stýringum. Aftast í greininni var vitnað í formann umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrar þar sem hann benti á að hægt væri að fá „markvissari og sumir segja betri lýsingu“ (leturbr. höf.) og „að hægt sé að beina ljósinu beint niður og þá verður minni ljósmengun“.

Á landinu öllu eru rúmlega 100 þúsund lampar í götu- og stígalýsingu og búið er að skipta út innan við 10% þeirra. Hlutfallslega er búið að skipta út flestum lömpum á Akureyri en Reykjavík kemur þar fast á eftir. Árborg, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Vestmannaeyjar og Ölfus eru byrjuð og eru búin að gera áætlun um útskiptingu lampa. Uppsett afl í götulýsingu á landinu öllu er um 14 MW. Nýjar hugmyndir um gróðurhús í Ölfusi gera ráð fyrir 30 MW. Orkukostnaður vegna götulýsingar er um 840 milljónir á ári og gera má ráð fyrir

...