Antonio Guterres
Antonio Guterres

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær í opnunarræðu sinni á leiðtogafundi samtakanna um loftslagsmál í Madríd að ríki heimsins yrðu að velja á milli þess að halda í vonina og þess að gefast upp fyrir loftslagsbreytingum. „Viljum við í alvörunni að okkar verði minnst sem kynslóðarinnar sem gróf höfuðið í sandinn og lék á fiðlu sína meðan jörðin brann?“ sagði Guterres.

Fundurinn á að undirbúa jarðveginn fyrir ráðstefnu í Glasgow á næsta ári, þar sem meðal annars á að ræða leiðir til að ná fram markmiðum Parísarsáttmálans.