— AFP

Minningarathafnir voru haldnar í Bretlandi í gær til þess að heiðra fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar við London Bridge á föstudaginn var þar sem tveir létust auk árásarmannsins. Boris Johnson forsætisráðherra, Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, og Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúnaborgar, sóttu athöfn í nágrenni árásarstaðarins.

Johnson tilkynnti í gær að ríkisstjórnin hygðist leggja nýtt mat á löggjöf sem leyfði árásarmanninum að losna úr fangelsi á skilorði þótt hann væri dæmdur hryðjuverkamaður. Þá munu lögregluyfirvöld meta hvort ástæða sé til þess að handtaka á ný 74 aðra fanga sem sleppt hafði verið á skilorði fyrir svipuð brot.