Eftir Andrés Magnússon: „Helsta markmið frumvarpsins var að koma úthlutunarreglum tollkvótanna í það horf að verð innfluttra landbúnaðarvara gæti lækkað, íslenskum neytendum til hagsbóta.“
Andrés Magnússon
Andrés Magnússon

Eitt af síðustu verkum þingheims fyrir jólafrí var að samþykkja lög um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um tollkvóta fyrir innfluttar landbúnaðarafurðir. Helsta markmið frumvarpsins var að koma úthlutunarreglum tollkvótanna í það horf að verð innfluttra landbúnaðarvara gæti lækkað, íslenskum neytendum til hagsbóta. Vegna þeirra lagareglna sem gilt hafa hingað til hafa neytendur ekki notið markverðs ábata af innfluttum landbúnaðarvörum, jafnvel þó að þær megi í sumum tilvikum flytja inn á lægri tollum en ella. Frumvarpið hafði alla burði til að breyta þessari stöðu, bæði hvað varðar úthlutunaraðferðir og opnunartímabil tollkvóta fyrir vörur sem hér hefur oft og tíðum skort. SVÞ lýsti yfir stuðningi við frumvarpið þar sem með samþykkt þess hefði verið stigið skref í rétta átt.

Þegar leið að því að frumvarpið yrði afgreitt úr þingnefnd, gerðist sá fáheyrði atburður að ellefu félög hagsmunaaðila ályktuðu gegn frumvarpinu. Fyrir utan Bændasamtök Íslands og

...