Páll Vilhjálmsson
Páll Vilhjálmsson

Hún er fróðleg umræðan á meginlandinu í kjölfar sigurs Borisar Johnson. Útleggingar á slíkum atburðum fara út og suður. Fáum lánast þó að skrifa sig frá því að Bretar vildu út. Þeir ætla að hringja klukkum Big Ben þegar út er komið, eins og gert var í stríðslok. Fyrirmæli frá Brussel fara nú óopnuð í körfuna og gamla reglufarganið skal grisjað frá fyrsta degi. Samkeppnisstaðan gagnvart ESB styrkist samstundis. Páll Vilhjálmsson er með þennan vinkil:

Bretland er Íslandi mikilvægara en meginland Evrópu, bæði í viðskiptalegu og menningarlegu tilliti. Bretland er á leið úr félagsskap meginlandsríkjanna, Evrópusambandinu, en sljó og seinfær íslensk yfirvöld binda sitt trúss við EES-samninginn.

Yfirlýsing forsætisráðherra Breta um að allt regluverk ESB fari á haugana eftir Brexit afhjúpar einfeldningslega og grunnhyggna utanríkispólitík Sjálfstæðisflokksins síðustu ár.

Forystu Sjálfstæðisflokksins er fyrirmunað að

...