Eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur: „Samkeppnishæfni landsins þarf að efla og er nýsköpun þar í burðarhlutverki.“
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir

Nýtt ár mætir okkur með sínum tækifærum og áskorunum. Eftir langt hagvaxtarskeið gefur nú á bátinn, atvinnuleysi hefur aukist og fyrirtæki leita allra leiða til að hagræða í rekstri. Samkeppnishæfni landsins þarf að efla og er nýsköpun þar í burðarhlutverki. Fyrir lítið hagkerfi eins og Ísland er gríðarlega mikilvægt að byggja enn fleiri stoðir undir íslenskt atvinnulíf. Við viljum að Ísland sé þekkingarsamfélagið þar sem er ýtt og stutt við nýsköpun og frumkvöðlahugsun. Við viljum styðja við og hlúa að einstaklingum með hugmyndir og gefa þeim tækifæri til vaxtar.

Samtök iðnaðarins vilja leggja sitt af mörkum til að efla hér atvinnulíf og velsæld. Liður í því er að helga árið 2020 nýsköpun í sínum víðasta skilningi. Nýsköpun og þróun á sér stað jafnt í nýjum sem grónum fyrirtækjum og með því að styðja við það eflum við samkeppnishæfni landsins til framtíðar.

Tækifæri til nýsköpunar liggja á öllum sviðum atvinnulífsins. Nýsköpun

...