Horfst í augu Luxwedding skipulagði brúðkaupið fyrir þessi erlendu brúðhjón sem virðast hér alsæl úti í íslenskum hólma.
Horfst í augu Luxwedding skipulagði brúðkaupið fyrir þessi erlendu brúðhjón sem virðast hér alsæl úti í íslenskum hólma. — Ljósmynd/Icelandweddingphoto.co

Íslenska fyrirtækið Luxwedding sérhæfir sig í að skipuleggja brúðkaup fyrir erlenda gesti og er aðdráttaraflið fyrst og fremst brúðkaupsmyndataka í íslenskri náttúru. Stundum er miklu til kostað, jafnvel milljónum, með hljómsveitum og böllum, en oftast eru brúðkaupin ósköp venjuleg og notaleg. Vigdís Segatta er eigandi Luxwedding en hún gifti sig sjálf í fyrra og hélt veislu í Mjóafirði.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Luxwedding fór af stað árið 2016 svo þetta er fjórða árið okkar núna. Þetta gengur mjög vel, við erum að skipuleggja um það bil þrjátíu brúðkaup hér á landi á hverju ári. Við höfum ýmist umsjón með hverju einasta atriði athafnar eða örfáum og allt þar á milli, svo þetta er mjög misjafnlega mikil vinna fyrir hvert brúðkaup,“ segir Vigdís Segatta, eigandi Luxwedding.is, fyrirtækis sem tekur að sér að skipuleggja brúðkaup á Íslandi.

„Viðskiptavinir okkar eru