Vindasamt Meðalvindur á landinu var óvenjumikill í janúar og marga daga þurftu foreldrar að sækja börnin í skólann. Myndin er tekin við Austurbæjarskóla.
Vindasamt Meðalvindur á landinu var óvenjumikill í janúar og marga daga þurftu foreldrar að sækja börnin í skólann. Myndin er tekin við Austurbæjarskóla. — Morgunblaðið/Eggert

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Nýliðinn janúar var óvenju illviðrasamur og miklar samgöngutruflanir urðu vegna veðurs.

Meðalvindhraði í byggðum landsins var óvenjumikill, hefur aðeins einu sinni verið álíka mikill síðan farið var að mæla með sjálfvirkum stöðvum um land allt. Það var í febrúar 2015. Illviðrisdagar voru venju fremur margir, með því mesta sem hefur verið. Þetta kemur fram í tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar fyrir mánuðinn.

Hvassast var á landinu þann 8. (suðvestanátt), þ. 14 (norðaustanátt), dagana 19. og 20. (suðvestanátt) og þ. 23. (suðvestanátt). Þessa daga var meðalvindhraði allra sjálfvirkra stöðva í byggð meiri en 10 metrar á sekúndu. Nokkrar samgöngutruflanir urðu fleiri daga í mánuðinum.

Fram kemur í yfirliti Veðurstof- unnar að úrkomusamt var á landinu í janúar.

Úrkoma langt yfir meðallagi

...