Ósk Ásgeirsdóttir fæddist 6. október 1946 í Naustakoti á Vatnsleysuströnd. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 5. febrúar 2020. Foreldrar Óskar voru Guðríður Gísladóttir og Ásgeir Júlíus Ágústsson. Systkini Óskar, sammæðra, eru Sólveig, Gísli, Erna og Valdís. Systkini hennar, samfeðra, eru Ágúst, Þórhallur, Pétur, Sigurður og Steinunn.

Hinn 22. október 1966 giftist Ósk Marinó Pétri Eggertssyni, f. 11. janúar 1946 í Laxárdal í Þistilfirði. Fyrir átti Ósk 1) Sigríði Benediktsdóttur, gift Stefáni Hauki Grímssyni. Þau eiga þrjú börn; Kristínu Ósk, Elvar Má og Ernu Rún, barnabörn þeirra eru 4. Saman eignuðust Ósk og Marinó tvo syni 2) Eggert, giftur Steinunni Oddnýju Garðarsdóttur, Eggert á 3 dætur, Írisi Fríðu Escobar, Rakel Maríu og Berglindi Evu, dætur Steinunnar eru Erla Gerður, Ásdís og Ólöf Rún. Barnabörnin eru 5. 3) Haukur, giftur Áslaugu Svövu Jóndóttur.

Ósk ólst upp í Naustakoti á Vatnsleysuströnd hjá ömmu sinni og afa fram á

...