Ull er gull! Svo miklu meira en bara lopi. Ferðast má um áhugaverða ullarstaði austanfjalls þar sem fólk litar, prjónar og spinnur – og skapar fegurstu flíkur og nytjamuni.
Ullarhringur Frá vinstri eru hér á myndinni; Hulda Brynjólfsdóttir frá Uppspuna, Margrét Jónsdóttir frá Ullarvinnslunni á Þingborg, Guðrún Bjarnadóttir í Hespuhúsinu og Hólmfríður Ingólfsdóttir sem starfar í Skálholti.
Ullarhringur Frá vinstri eru hér á myndinni; Hulda Brynjólfsdóttir frá Uppspuna, Margrét Jónsdóttir frá Ullarvinnslunni á Þingborg, Guðrún Bjarnadóttir í Hespuhúsinu og Hólmfríður Ingólfsdóttir sem starfar í Skálholti. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Leiðangur milli staða þar sem unnið er úr ull er nýmæli í ferðaþjónustu á Suðurlandi. Á kaupstefnunni Mannamót sem haldin var á dögunum kynntu handverkskonur úr héraðinu verkefnið Ullarhringurinn en þar verður höfðað til áhugafólks um handverk og prjónaskap að staldra við og kynna sér lífið og listina.

Ótrúlegt efni að spinna úr

Slóðin á vef með upplýsingum um efnið er www.thewoollencircle.com og þar má nálgast upplýsingar á íslensku og ensku, en áhuginn er talsverður erlendis. Má þar nefna að boðið er upp á skipulagðar ferðir hingað til lands þar sem prjónaskapur er þemað.

„Ullin er ótrúlegt efni og úr henni má spinna svo margt,“ segir Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur. Hún býr í Árbæjarhverfi í Ölfusi skammt utan við Selfoss og starfrækir þar Hespuhúsið. Það er vinnustofa þar sem ull er lituð

...