Slök Teitur Árnason og Brúney frá Grafarkoti sigruðu í slaktaumatölti í Meistaradeildinni.
Slök Teitur Árnason og Brúney frá Grafarkoti sigruðu í slaktaumatölti í Meistaradeildinni. — Ljósmynd/Petra Lönnqvist

Teitur Árnason sigraði í slaktaumatölti í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Hann sat Brúneyju frá Grafarkoti og var efstur bæði í A-úrslitum og forkeppni. Keppnin fór fram í TH-höllinni hjá Fáki í Reykjavík á fimmtudagskvöldið.

Í öðru sæti varð Arnar Bjarki Sigurðarson á Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum og þriðji varð Árni Björn Pálsson á Hátíð frá Hemlu II.

Efstur í einstaklingskeppninni er Jakob Svavar Sigurðsson með 18 stig og Árni Björn Pálsson er í öðru sæti með 14 stig. Lið Hjarðartúns er efst í keppni liðanna.

Næsta keppni Meistaradeildarinnar verður fimmtudaginn 27. febrúar. Þá verður keppt í fimmgangi í Samskipahöllinni hjá Spretti í Kópavogi.