...og hún getur orðið djúp.

Efnahagslægðir eru fastur þáttur í tilveru okkar Íslendinga, eins og annarra þjóða, og ein slík nálgast okkur nú óðfluga. Nýjasta áminningin um það var tilkynning Rio Tinto, eiganda álversins í Straumsvík, um að lokun þess kynni að vera í aðsigi. Áður var orðið nokkuð ljóst að loðnubrestur blasir við sem hefur alvarleg áhrif ekki sízt á nokkrar af sjávarbyggðum landsins. Og loks er ekki ólíklegt að áföll geti orðið í ferðaþjónustu nú síðast vegna Wuhan-veirunnar.

Efnahagslægðir í lífi okkar tengjast yfirleitt undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar með ýmsum hætti, þótt það sé nýtt að lokun heils álvers geti staðið fyrir dyrum. Straumsvík var upphafið að skipulegri nýtingu orku fallvatnanna á fyrri hluta Viðreisnaráranna á síðustu öld. Þeir sem þar stóðu í forsvari – og meðal þeirra voru dr. Jóhannes Nordal, þá seðlabankastjóri, Eyjólfur Konráð Jónsson, þá ritstjóri Morgunblaðsins, og Jóhann Hafstein, þá varaformaður Sjálfstæðisflokksins og

...

Höfundur: Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is