Aðalsteinn Viðar Júlíusson fæddist 4. mars 1944. Hann lést 3. mars 2020.

Útförin fór fram 17. mars 2020.

Elsku hjartans bróðir minn, nú ert þú farinn yfir móðuna miklu og ert nú hjá ástvinum okkar sem fóru á undan en ég trúi því að við munum hittast öll þarna hinum megin þegar þar að kemur. Þegar ég sit hér rifjast upp ótal minningar um þig eins og þegar ég átti fara í sundtíma í fyrsta sinn og læra synda og ég átti að fara ein en ég neitaði að fara og stóð við hliðið heima háskælandi. Þá komst þú heim á hjólinu þínu og mamma fékk þig til að tala mig til sem gekk ekki svo illa því þú ætlaðir að reiða mig á hjólinu þínu og það var ævintýri sem ekki var hægt að neita og daginn eftir gafst þú mér forláta sundtösku sem ég átti í mörg ár. Þegar þú fórst til útlanda til náms saknaði móðir okkar þín mikið en þú varst duglegur að skrifa heim. Við systurnar tókum eftir því að mamma vissi alltaf hvenær bréf...