Birgitta fæddist í Lübeck í Þýskalandi 28. mars 1952. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 15. mars 2020.

Móðir hennar var Karla Klasen. Hún er látin.

Faðir hennar er Jón Halldór Jónsson, f. 5.6. 1929. Stjúpmóðir Soffía Kristín Karlsdóttir, f. 26.8. 1928.

Systkini hennar eru Björg Karítas Bergmann, f. 10.10. 1951, Kristín Guðmunda Bergmann, f. 25.2. 1955, Jón Halldór, f. 18.6. 1956, Helga Sif, f. 21.6. 1957, d. 3.4. 2009, Sólveig, f. 23.9. 1958, d. 12.12. 2019, Karen Heba, f. 12.12. 1960, Dagný Þórunn, f. 1.1. 1964, Halldóra Vala, f. 21.3. 1968, og Ragnheiður Elfa, f. 10.8. 1969.

Útför hennar fer fram í kyrrþey.

Birgitta systir mín hefur fengið hvíldina eftir langa og stranga baráttu við hinn illvíga sjúkdóm krabbamein. Eftir sitjum við hljóð og döpur. Margt kemur upp í hugann og einnig margt sem við vissum ekki um hagi systur okkar.

...